Innlent

Íslandsferðin sem breyttist í mar­tröð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 

Við hittum Zak Nelson, breskan ferðamann og áhrifavald, og heyrum sögu hans og unnusta hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, sem horfa má á í spilaranum hér fyrir neðan.

Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn.

Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Við verðum í beinni frá vettvangi hins ránsins í Gamla Vesturbænum og ræðum við formann Lyfjafræðingafélagsins, sem segir mál sem þessi alltof algeng á Íslandi. 

Við heimsækjum einnig Slökkviliðsminjasafn Íslands, sem verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. 

Þá hittum við ungar kammerstjörnur, sýnum frá plokkdeginum mikla og Magnús Hlynur hittir hvorki meira né minna en 23 hvolpa í Þorlákshöfn. Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 28. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×